Hvernig líður þér í líkamanum og á sálinni?

Ertu að borða mat sem þér líður vel af?

Færðu næga hreyfingu og næga hvíld?

Ertu sátt(ur) við sjálfa(n) þig?

Heilsan skiptir miklu máli fyrir líðan okkar og velferð. Hvað heilsuna varðar þarf að huga að þremur þáttum: næringu, hreyfingu og geðrækt.

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir er löggiltur næringarfræðingur með doktorspróf í heilbrigðisvísindum. Hún rekur heilsuráðgjöfina Heilræði, sem er til húsa í Baugatanga 6, Skerjafirði, 102 Reykjavík. Þar er fléttað saman fræðslu og ráðgjöf um holla og fjölbreytta næringu, gefandi og skemmtilega líkamsrækt, og andlega og nærandi geðrækt.

Hlúum að sjálfum okkur. Ræktum líkama og sál með skynsamlegu mataræði, jafnvægi hreyfingar og hvíldar, tengslum við náttúruna og jákvæðri hugsun og afstöðu til lífsins.

Hvatningarverkefni

Veistu að þú þarft að breyta lífsstílnum, en ert ekki viss um að þú sért tilbúin til þess núna strax?

eða

langar þig að breyta lífsstílnum, en óar við því stóra verkefni?

Hér er hvatningarverkefni sem getur komið þér af stað.

Svörunum er ekki safnað á vegum Heilræðis, og þau birtast ekki fyrir sjónum annarra á síðunni.

Átt þú í sértækum vanda sem krefst lífsstílsbreytingar?

Hér eru nokkur dæmi um vandamál sem Heilræði hefur hjálpað sínum skjólstæðingum að takast á við:

Meltingartruflanir, sykursýki, bakflæði, átröskun, ofnæmi, óþol og offita.

Þrjár áhugaverðar greinar:

Þess vegna er megrun fitandi

Þolþjálfun fyrir sálina

Bragðlaukarnir

Tvö áhugaverð myndbönd:

  • Myndband um meltingarhugleiðslu
  • Myndband um öndunaræfingar við bakflæði
  • Hér er meira lesefni um næringu, hreyfingu og geðrækt.

    Þessar greinar er einnig að finna á vefdagbók Heilræðis, heilraedi.blogspot.com.

    Heilræði tekur að sér að halda fyrirlestra fyrir smærri og stærri hópa. Sem dæmi má nefna: